UMHIRÐA NÝRRA HÚÐFLÚRA
Fjarlægja skal plastfilmuna eftir 6-12 klst og skola flúrið vel en varlega með volgu vatni og mildri sápu. 
Þegar hrúður byrjar að myndast, oftast eftir 2-3 daga, er gott að bera hvítan kremáburð á flúrið til að halda raka í húðinni. Kremin sem við mælum með eru Helosan eða Bepanthen. Bæði þessi krem fást í apóteki.
Forðist að gegnbleyta flúrið (löng böð og sund) fyrstu vikuna og forðist einnig gufuböð og líkamsrækt þar sem álag kemst á staðinn þar sem flúrið er.
Munið að það er bannað að kroppa og/eða klóra.

Flúrarinn gæti mælt með annarskonar umhirðu (eins og t.d. plastmeðferð) svo fylgdu þeim leiðbeiningum sem þér var gefið eftir að þú fékkst flúrið.

PLASTMEÐFERÐ - "WET HEALING"
Fyrstu dagana mun húðin skila umfram lit úr flúrinu, lit sem mun mynda hrúður á húðinni ef hann er ekki þrifinn i burtu jafnóðum.
Því er æskilegt að halda flúrinu undir plastfilmu fyrstu 3 dagana. Ekki skal nota sama plastið allan tímann heldur þarf að skipta um það 4 sinnum á dag.
Þá er plastið fjarlægt, flúrið skolað vel en varlega með volgu vatni og mildri sápu. Síðan er húðin látin þorna vel í 10-15 mínútur áður en nýja plastið er sett á.
Að plastmeðferð lokinni er æskilegt að notast við hvítan kremáburð, til dæmis Helosan eða Bepanthen, til að halda raka í húðinni. Gott er að bera kremið á 2-4 á dag og aðeins örþunnt lag!
Forðist að gegnbleyta flúrið fyrstu vikuna (löng böð og sund). Þá skal einnig forðast gufuböð og líkamsrækt þar sem álag kemst á líkamspartinn þar sem flúrið er.
Munið að það er bannað að kroppa og/eða klóra.