Hvernig á að bóka tíma?

 

Hér að neðan eru hjálplegar upplýsingar um hvernig eigi að bera sig að þegar kemur að því að bóka tíma í flúr.

  • Það er alltaf best að byrja á því að skoða verk húðflúrara og sjá hvaða stíl þau eru að vinna með. Flestir flúrarar eru með Instagram-síðu en einnig má finna sýnishorn af verkum flúrarana hér á síðunni. Þá er stofan sjálf með bæði Facebook og Instagram þar sem birtast daglega myndir af verkum eftir flúrarana á stofunni.

  • Næsta skref er að hafa samband við flúrarann sem þér lýst á og bóka tíma. Flúrararnir okkar sjá um sínar bókanir sjálfir og því er best að hafa samband við þá/þær beint til að bóka tíma. Upplýsingar um netföngin þeirra má finna á Facebook, Instagram og hér á heimasíðu stofunnar.

  • Þegar þú bókar tíma er best að senda skrifaðar hugmyndir af því sem þig langar að fá þér og jafnvel “reference”-myndir, auk stærðar og staðsetningar.

  • Það er gott að panta tíma í spjall hjá flúrara ef þú ert að spá í stóru verki á borð við ermi og ræða hugmyndir og útfærslu á flúrinu.

  • Við flúrum ekki verk eftir aðra flúrara og almennt séð þykir það mjög illa séð að vera með sama húðflúr og einhver annar út í heimi lét sérhanna fyrir sig. Það er annað mál að fá innblástur frá öðrum verkum .

  • Ef þú ert hrifinn af verkum/stíl einhvers flúrara en ert ekki viss hvað þú vilt er minnsta mál að bóka tíma, senda flúrara hugmyndir af því sem þú vilt og leyfa honum/henni að hanna eitthvað fyrir þig.

  • Við mælum með að fólk sé vel úthvílt og búið að borða fyrir tímann. 

  • Ef þú ert með einhverjar spurningar er sjálfsagt mál að senda okkur skilaboð á Facebook.